Ákvað að henda þessu hérna inn, þar sem þetta er meira BF1942, en eitthvað annað.


Já, EA hefur ákveðið að gera enn einn BF leikinn (við erum komnir upp í 8 tilkynnta BF leiki, mínus aukapakka) En þetta er Battlefield Heroes.. Hann verður öðruvísi að mörgu leiti. Hann lítur teiknimyndalega út (TeamFortress 2), á að vera einfaldari í spilun, kostar ekki neitt, og gerast um seinni heimstyrjöldina..

En jú.. frír, já.. jú honestly! frír!
EA og frír.. ég veit, það passar ekki saman, en John Riccitiello, Stjórnandi EA, hefur einmitt barist fyrir því að fyrirtækið komi með nýjar leiðir til að nálgast og spila leiki. Þetta mun vera fyrsta alvöru tilraun þeirra til þess.

Í stað þess að selja hann, munu þeir troða inn auglýsingum (hehe, nei.. ekki á vígvöllinn, heldur í kringum leikinn eitthvernveginn.. þeir átta sig á því að skilti frá starbucks virkar ekki í WWII :P) ásamt svokölluðum “Micro-transactions” en þú getur semsagt keyp upgrades. Samkvæmt BBC, þú getur þó ekki keypt betri vopn, eða accuracy eða neitt svoleiðis, heldur útlitslegar upgrades, sem ég er gott og sáttur við. Þeir búast við því að um 90-95% eyði ekki neinum peningum í leikinn.

Annars er ekki mikið vitað um leikinn en fleiri upplýsingar fáum við í Mars útgáfuni af Games for Windows ( kemur út í bandaríkjunum 12 Febrúar.. kemur til áskrifenda í lok janúar..) og svo er um að gera að fylgjast með á http://www.battlefield-heroes.com/

Persónuleg skoðun.. WWII og frír á netinu.. já, cartoon look, en það gæti svosem passað arcade-ismanum hjá þeim. Gæti bara vel verið að þetta verði skemtilegur leikur.. Ég bara óska þess að skip sjái bardaga aftur í Battlefield leik!

Kveðja
Jói ;)