Svo hefst eitt fallegast ljóð sem mælt hefur verið á íslenska tungu en á svo vel við hér í dag á þessum Guðs degi. Kæru félagar og vinir dagar þessa þráðs, þessa leiks, eru í mínum huga brátt taldir. Við áttum góðar stundir og nutum okkar vel í þessum glæsilega leik. Hann var stór þáttur í lífi sumra og er eflaust enn þó minna fara fyrir honum en áður. Líkt og með allar stjörnur þá dofna þær á endanum þó þær hverfi ekki endanlega af sjónarsviðinu þá eru þær ekkert miða við það sem þær voru í upphafi.

Ég skal ekki tjá mig um nýjasta meðliminn í BF fjölskyldunni þ.e. BF tvöþúsund og eitthvað. Hann hef ég ekki spilað og sé ekki fram á að spila. BF 1942 var frábær og kom mér á sínum tíma í gegnum mörg próftímabilin og verkefnavikurnar. Vietnam fannst mér frábær þrátt fyrir efasemdaraddir og tvisturinn var bara allt í lagi.
Kæru BF-arar, gamlir félagar og vinir í [I'm], [89th] og [Fantar] mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir góðar stundir.

Takk fyrir mig og góðar stundir.