Teamkill á Íslenskum serverum!! Ég hef orðið mikið var við að menn séu að kvarta undan teamkilli á íslenskum serverum. Bæði hef ég heyrt það á ircinu og svo hef ég sjálfur orðið fyrir því. Algengasta ástæðan er sú að sá ákveðni aðili sem teamkillar er búinn að vera að bíða eftir flugvél. Svo birtist loksins flugvélin en teammate nær henni á undan. Þá skýtur þessi lame teamkiller af fullum krafti í átt að flugvél félaga síns, eða jafnvel sprengir hana með bazooku sem auðvitað veldur því að hann deyr og þarf að bíða allt uppí 30 sekúndur eftir respawni.

Svona vanvitar eru virkilega að eyðileggja fyrir manni leikinn. Fólk verður líka að átta sig á því að það er margt fleira skemmtilegt í leiknum heldur en að fljúga flugvél og droppa sprengjum á bát eða stöð andstæðingsins. Í guðanna bænum ekki bíða bara á flugvellinum eða á móðurskipinu eftir því að ný flugvél birtist. Og ef þið teamkillerarnir (mjög góð íslenska, ég veit) eruð að lesa, vinsamlegast leyfið okkur hinum að njóta leiksins eða hættið bara þessum stælum og njótið hans með okkur!