Nú hef ég spilað alla battlefield leikina (meira aðsegja þennan slappa special forces expansion fyrir BF 2) og hef haft mjög gaman að.

Nú þegar BF2142 kom út var svoldið langt síðan ég hætti að spila hina og ég keypti þennan nýja og hingað til hefur mér fundist hann alveg rosalega góður.

Þegar ég kíkti hingað á huga sá ég hvað margir voru að tala um hvað hann væri ömurlegur og ég installaði gömlu BF leikjunum mínum og spilaði til að bera saman, og nú verð ég bara að segja að mér finnst BF 2142 bestur af þessum leikjum.

BF 2142 tekur góðan grunn sem hinir leikirnir hafa gefið og byggir á þeim til að gera líka þennan magnaða leik, svo verður bara að viðurkennast að Walkerarnir eru það svalasta sem sést hefur í langan tíma í first person shooters leikjum.

Einnig er að finna í leiknum tvö maps sem mér finst alveg eiga heima í top 10 lista yfir bestu fps maps ever (Camp Gibraltar og Cerbere Landing) ásamt The Edge í quake 2 finst mér eiga heima í topp 3.

Nú vill ég endilega fá að heyra hvað það er við þennan leik sem ykkur er svona illa við og þætti vænt um að það kæmu ekki of mörg svona spamm\flame post bara eitthvað út í loftið, því mig langar virkilega að reyna að sjá hvað það er sem hinir leikirnir hafa framm yfir þennan.
Wolfgar The Venture Co.