Þeir sem fylgjast og spila ennþá gamla BF42 leikinn þá finnst kannski einhverjum þetta athyglisvert?

Fyrir þá sem þekka ekki til xGx þá er þetta fjölþjóða multigaming lið með m.a. BF42 og BF2 lið. 2 íslendingar eru í þessu liði og spila nánast alla leik en það er ég Alfa (fyrrverandi DeadMan) og Skuggz. Einnig hafa verið viðloðnir við þetta lið Cheesy og Machiavellian en þeir eru inactive því miður um þessar mundir. Restin af spilurunum eru Svíar, Danir og Ungverjar.

Á mánudagskvöld verða svo úrslitin haldin í þessari ágætu keppni sem hefur verið mikið fjör hingað til. Þá tökumst við á við FTN sem eru mjög sterkt þýskt lið í frekar óvenjulegum möppum eða UN_Berlin og Coral Sea. Við völdum UN_Berlin vegna þess að við erum með afburða infantry spilara og þeir völdu Coral Sea út af ástæðum sem við skiljum ekki. Sérstaklega þar sem við höfum nóg af flugmönnum og unnum okkar eina leik til þess MJÖG stórt í Coral Sea, reyndar ekki á móti svona sterkum andstæðingi.

Liðin hafa mæst í 3 skipti og höfum við tvisvar haft sigur en þeir einu sinni (í Midway ojjj bara). Reiknað er með að leikurnum verði shoutcastað og líst beint á Mirc. Nánari upplýsingar um það síðar fyrir þá sem hafa áhuga.

Nánari upplýsingar um keppnina og liðið má finna hér.

http://hl.bfbot.net/disp_tournament.php?id=1
http://www.xgx.se/
Kveðja Kristján - ice.Alfa