Halló,

Mig langar hér að lýsa þeim tilfinningum sem Xanderz hefur fyrir BFV þessa stundina.

Einhvern tímann árið 2004 keypti ég Leikinn Battlefield: Vietnam í BT. Strax og ég prófaði hann spilaði ég hann reglulega, um sumarið var ég í honum í gríð og erg. Ég var í claninu Lopez um tíma sem var bara fínt.
Einhverntímann seinnt á árinu 2004 til fyrr 2005 tók ég mér smá hlé. Ég byrjaði aftur, enn voru sumir að spila en mjöög fáir á íslandi.
2005 var byrjað að auglýsa Battlefield 2. Mér finnst nafn BF2 og sú staðreynd að þeir gáfu aldrei út expansion pakka fyrir BFV gefa skít í leikinn og það var ég óánægður með. Næstum allt sumarið 2005 var ég að lesa fréttir og pósta um BF2. Ég keypti hann í forsölu þegar hann kom út í júní ef ég man rétt og fékk Headset með. Ég spilaði BF2 út 2005 og svo byrjun 2006 aftur.
Þótt ég hafi spilað BF2 ágætlega lengi fannst mér hann einhvernveginn ekki eins áhugaverður og BF: Vietnam. Ok, grafíkin var betri, það voru fleiri möguleikar, BFHQ kerfið o.fl. En í BFV var góð tónlist, saga bakvið hvert mapp, sumt sem hafði í alvörunni gerst Og áhugaverð landsvæði með öllum regnskógunum og því.

Yfir allt finnst mér Battlefield Vietnam betri leikur heldur en BF2 og BF2142(þótt ég hafi bara spilað DEMO-ið), vegna tímabilsins. Persónulega held ég mikið upp á 7. og 8. áratuginn(60s-70s).

Já svo finnst mér stigakerfið í BF2 og 2142(BFHQ) vera aðeins stressandi, þótt þetta sé í sjálfum sér alveg fín hugmynd og mörgum mjög notvæn.

Ef einhver er sammála mér þá endilega commenta hér :)