Sælir. Nú er ég búinn að setja inn nokkra korka um patch vandræðin sem ég hef lent í. Nema núna ætla ég að setja inn lausnina sem virkaði hjá mér. Svona til tilbreytingar.

Ég man að það var búin að koma inn lausn á patch vandamálunum hér áður, þar sem mönnum var bent á að endurskýra notendanafn sitt(rename user account) sem þeir nota til að komast inn í tölvuna. Því það virkar ekki að installa patch ef það eru íslenskir stafir í usernaminu.

En ég endurskýrði minn og samt breytti það ekki neinu. Það var út af því að talvan mín var sett upp með íslenskum stöfum í user.

Það sem þarf að gera er:


1. Uninstalla BF2 af gamla notendasvæðinu. Passið að uninstalla öllu. Hægt er að velja um þrjú atriði sem á að taka út. Hakið við þau öll. Bara til að passa að allt fari út.
Ég veit ekki hvort það þurfi að eyða unzippuðu pötchunum líka en þið ráðið því. Ég gerði það.

2.Búið til nýjan user account á tölvuna ykkar. Skýrið hann eitthvað sem er ekki með íslenskum stöfum, eins og t.d. Battlefield.
Held það skipti engu þótt hann sé admin eða password protected.

3. Farið inn á nýja svæðið og byrjið að installa Battlefield 2. Það ætti bara að ganga eins og smurt.

4.Þegar það er búið, installið því næst Battlefield 2:Special Forces.
Þar sem Special Forces byrjar installið á því að patcha 1.1 þá vitið þið strax hvort þetta hafi virkað.

5. Ef Special Forces installið og patch 1.1 ganga upp þá ertu á grænni grein. Þá geturu farið að patcha 1.12. Hann finnur þú hér

http://static.hugi.is/games/bf2/patches/bf2_v1_12update.exe

Svo sjáumst við bara á vígvellinum.


Ég veit að það eru margir sem hafa verið að lenda í nákvæmlega sama veseni og ég og því ákvað ég að demba þessu hér. Ég veit að þetta á örugglega að vera í hjálparkorkunum en þá verður þetta bara fært þangað. Bara meiri líkur á að þetta finnist hér.

Ef einhver hefur birt nákvæmlega sömu lausn og ég var að birta hér að ofan þá bara sorry við því.

Takk fyrir mig

Kv. Big_Fat_Panda

P.s. eru íslensku serverarnir dauðir? For good?