Hef tekið eftir því að í hvert skipti sem ég ætla að kíkja aðeins í BF2 eftir kvöldmat þá er oftast BTnet.is server #1 fullur ( 32 spilarar ) og svo kannski nokkrir spilarar á server #2. En málið er að leikurinn byrjar ekki á server #2 fyrr en 10 spilarar eru mættir inn á serverinn.

Það sem ég geri þá er að ég bíð bara rólegur eftir að það dettur einhver út af aðal servernum og spila á honum… En ég er viss um að það séu oft nógu margir að bíða eftir að komast inn á server #1 … nógu margir til þess að ná 10 manna lágmarkinu til að byrja leik á server #2. En það er enginn sem nennir að bíða inn á server.

Væri ekki hægt að útbúa eitthvað smá kerfi til þess að sjá hverjir eru að bíða eftir að komast inn á server ?

Jafnvel bara eitthvað hér á huga ? Með þessu gætum við jafnvel haft 2 servera í gangi … kannski ekki alveg smekk fulla en allavegana þá kæmust allir að.
FUBAR · Ryan