Jæja þá er fokið í flest skjól með þessu nýjasta útspili þess mann sem kenndur er við ljós og frið.
Ef til vill hefur gagnrýni mín hér oft verið hörð og ómanneskjuleg að mati sumra. Menn verða að reyna að taka viljann fyrir verkið.
Ég hef einungis reynt að fræða aðra eftir bestu getu um fegurð lífsins, þá fegurð sem er að finna þegar við hættum að spyrja okkur hvað við viljum sjálfir og leitumst frekar við að gera það sem heimurinn þarfnast af okkur.

Kannski er ekkert ljós hér og ég tala í myrkri fyrir daufum eyrum samt verður maður alltaf að vona það besta þar til annað kemur í ljós, án þess væri heimurinn ansi dimmur

Ykkar
Ice. Phaedo - heiðursmaður og mannvinur ;)
“All bad examples have arisen from good beginnings”