Það hefur eitthvað verið talað um það hér á huga, að fólk sé að gefa BF2 upp á bátinn og vonist samhliða því, til þess að fólk byrji aftur að spila BF42. Auðvitað skemmtileg tilhugsun, en mér þykir fyrir því að segja það (og það er engin lygi, þessi leikur hefur verið talsverður hluti af lífi mínu síðastliðin 3 ár), en þetta skeið er liðið. BF42 er búinn og BF2 tekinn við. Ég er auðvitað ekki að útiloka eitt og eitt blast hér og þar, hafi fólk áhuga á því, en ég ætla að leyfa einhverjum öðrum að sjá um skipulagningu þess háttar atburðar. Ef eitthvað verður úr því, þá er ég með.

Að því sögðu finnst mér það fremur fáránlegt, og eiginlega bara hreint út sagt kjánalegt, að fólk sé að gefast upp á BF2 eftir 3 mánuði og 2 (fremur misheppnaða) patcha. Það að búast við að leikur sem þessi sé fullkominn frá degi eitt er fásinna. Battlefield 1942 er lifandi vitni þess.