Já, vegna lélegrar þáttöku og óvissu varðanda Battlefield keppnina á Skjálfta 3, þá höfum við SeveN menn ákveðið að mæta ekki með lið á Skjálftann. Stefnan er að einblína fremur á að peppa fólk upp fyrir Skjálfta 4, og (eins og ónefndur Gutti orðaði það) einbeita okkur fremur að útiveru og ferðalögum í bili. Ég reikna þó fastlega með að einhverjir okkar mæti, en það verður þó bara til þess að skíta í kaffið hjá SmáÍs, og dl-a eins og kreisí. Einnig reikna ég með að einhverjir okkar mæti án tölvu, þó ekki sé nema til þess að heilsa upp á mannskapinn.