Hópur af hökkurum, sem minna helst á þá sem brjótast inn í kerfið þitt og vara þig við öryggisgöllum heldur en að breyta heimasíðunni þinni í klámsíðu, hafa gert aðför að tölvuleikjarisanum EA og hafa ráðist á öryggisgallana í Battlefield 2.

Leikurinn vistar alla spilara á opinberum leikjaþjóni og raðar upp stigum þeirra (dráp, afrek o.s.frv.) og þar geta allir séð hvernig aðrir spilarar eru að standa sig í leiknum. Einnig hafa þeir opnað fyrir öll vopn í leiknum.

Hópurinn skildi eftir þessi skilaboð á spjallborði tengt leiknum…

“Jæja, undanfarnir dagar hafa verið frábærir. Fyrst að EA tók sér ekki tíma til að svara (eða lesa) tölvupóst okkar um hina ýmsu galla í leiknum, er það augljóst hve mikið þeim er sama. Þar af leiðandi komumst við að þeirri niðurstöðu að breyta 5 milljón reikningum væri ekki það mikið mál.

Af því sögðu, reikningar með númerin frá 40.000.000 til 45.000.000 geta notað öll vopn í leiknum.


Hvað gerist í næstu viku? Kannski látum við alla fá hina virðulegu herþjónustu medalíu eða gerum alla að yfirliðþjálfum.”

**TEKIÐ AF BT.IS**