Nú ætla ég að mála fyrir ykkur litla mynd. SeveN|Jolinn, Dragon Valley, BTnet #2, 32 manna. Ok, ég hef eitthvað verið að dútla við að næla mér í badges fyrir hitt og þetta, núna í dag og hefur þetta gengið með ágætum. Mig vantaði fyrir þetta round 5 badges og ákvað að eitt af þeim “bödgum” sem mig vantaði nú sárlega væri hnífabade-ið, enda kominn með vel yfir 100 kills með hníf, án þess þó að hafa drepið fleiri en 7 í einu roundi (með hníf auðvitað). Ég hefst því handa og byrja með þvílíkum látum að því um líkt hefur sést síðan Gunnar á Hlíðarenda var og hét. Og hann var með sverð, skiljiði? Ok, næ 5 kills á fyrsta lífinu mínu, og sé alveg eins fram á að ná þeim 18 killum sem þörf er á til að ná The Expert Knife Combat Badge. Það gengur svona upp og ofan, en til að gera langa sögu stutta, þá er ég kominn með 16 kills með knife þegar 20+ tickets og rétt rúmar 2 mínútur eru eftir (og eflaust einhverjir orðnir fremur þreyttir á mér). Ok, nú kem ég mér að efninu. Þegar hérna er komið við sögu sé ég mér þann einn kost færan að taka bara upp hníf á færi, þegar ég sé einhvern og vonast til þess að hann geri slíkt hið sama (í staðinn fyrir að fara laumuleiðina, eins og ég hafði gert hingað til). Ég reikna nú með því að fólk sjái nú þann sóma í sér að taka upp hníf, þó ekki sé nema til þess að öðlast smá uppreisn æru, enda var ég búinn að hnífa nokkra þessara gutta oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar… og jafnvel oftar en þrisvar sinnum líka. En nei, í öll þau fjölmörgu skipti sem ég gríp til þessa ráðs á síðustu tveimur mínútum leiksins, þá er ég bara dældur uppfullur af blýi, þurrkað af borðunum, lokað og læst og boðið góða nótt. Enginn viðleitni til að bæta fyrir þá niðurlægingu sem ég lét þessa auminngjans hnokka ganga í gegnum (nefni engin nöfn, en þeir taka það til sín sem eiga). Ég vil því spyrja… hefur fólk hérna ekkert stolt?