Kæru meðspilarar.. Ég þarf nauðsynlega á ykkur á að halda.. Ég veit að það eru margir hérna algjörir tölvusnillingar og þessvegna er ég enn þá að senda út þetta S.O.S til ykkar.. Það er þannig að ég get alveg ómögulega spilað bf2 leikinn þar sem : 1)Leikurinn frýs og ég dett inn í windows, 2)Tölvan frýs og ég þarf að restarta, 3)Leikurinn slekkur sjálfur á sér og restartar tölvunni án þess að ég geri nokkuð, 4)Leikurinn frýs í smá stund en nær sér aftur á strik. Ég er búinn að fara með tölvuna 2 til tölvuvirkni og ekkert lagast og ég nenni ekki að fara með hana aftur þar sem þeir vita ekkert í sinn haus.. En þeir náðu að selja mér einn harðann disk. lol Þetta byrjaði með því að ég keypti mér gf 6600 gt og það er í lagi með skjákortið er búinn að athuga það.. Móðurborðið er Msi max 618 og er búinn að uppfæra driverinn og það og það á að duga með þessu skjákorti.. Ég er með 1.5 gb 400 riða minni og því er ég í góðu lagi þar.. 2.53 örri og ætti hann að duga.. er búinn að un og installa leiknum nokkrum sinnum.. Ég er búinn að keyra driver cleaner og uppfæra driverinn nokkrum sinnum.. Ég er eiginlega búinn að gera allt sem mér dettur í hug og nú vona ég að þið snillingar getið komið með eitthvað nýtt sem ég get prófað.. Með fyrirfram þökk.. Predato