Ágætu Bf2 spilarar!

Í Bf2 í dag er hægt að ‘fyrirgefa’ það ef þinn eigin liðsmaður er valdur að dauða þínum. Þetta er stór framför frá því hér áður fyrr þegar ‘teamkill’ kom og engin gat gert neitt í því. Það eru hins vegar nokkrir einstaklingar sem skilja ekki út á hvað málið gengur og því vil ég aðeins fara yfir nokkra punkta:

- Engineer leggur jarðsprengjur, liðsmaður keyrir yfir þær þrátt fyrir rauðu hauskúpuna (forgive)
- Spilari er á stóru farartæki, keyrir óvart yfir liðsmann sem hefur hlaupið upp að honum (forgive)
- Þyrla eða flugvél springur í flugi og brakið drepur liðsmann (forgive)
- Leikmaður drepur liðsmann óvart þegar liðsmaðurinn hleypur fram fyrir leikmann þegar hann er að skjóta á óvini (forgive)

Grunnreglan er þessi: ef ‘teamkill’ var ekki ásetningsverk, þá á að velja 'forgive'. Ég er t.d. búinn að spila ófáa klukkutíma og hef í ófá skipti orðið fyrir ‘teamkill’. Ég hef þó aðeins refsað tvisvar sinnum, en þá var augljóst að spilarinn (sami aðili í bæði skipti) var ekki á sömu bylgjulengd og liðsmennirnir og drap alla í kringum sig.

Ég veit það af eigin raun að það eru ekki margir sem fara illa með þetta, en því nauðsynlegra er að kenna mönnum að fara vel með þetta nýja ‘vald’ sem þeir hafa í leiknum. Ef þið verðið fyrir ‘teamkill’, staldrið þá við og spyrjið ykkur hvort þetta hafi verið ásetningsverk! Ef svo er ekki, veljið þá 'forgive'. Annars er sá sem refsað er ómaklega vís til að hoppa fyrir bíl ykkar seinna í spilinu og refsa þér þannig til baka, kannski 2x eða 3x. Þá erum við komnir út á hálan ís!

Kveðja

- Trminato
“It's the ship that made the Kessel Run in less than twelve parsecs.”