Sælir

Var að kaupa mér leikinn og er ekki með nægjanlega góðar græjur til að spila hann.Held að það sem plagar mig mest er skjákortið.Þarf sem sagt að upfæra þetta hjá mér.
Svo ég spyr, og takið vel eftir, ég óska aðeins eftir svörum frá þeim er hafa vit á þessu, hinir geta sparað sér fyrirhöfnina.

1.Ég ætla ekki að eyða stórfé í þetta, en er sniðugt að fá sér nýtt móðurborð með innbyggðu skjákorti og hljóðkorti fyrir leikinn.Er með AMD Barton 2500 með innbyggðum græjum og hefur það gengið mjög vel hjá mér.
2.Ef svo er hverju mælið þið með.
3.Ef ekki hvað mynduð þið fá ykkur í staðinn.
4.Hvað myndu herleg heitin ca kosta.

Með fyrirfram þökk.