Ég er með smá fyrirspurn. Er ekki hægt að stilla á 32 manna map size, en hafa samt 64 (eða eitthvað meira en 32) í player cap? Eins mikil snilld og leikurinn er, þá reynist það sæmilega þreytandi að hlaupa um í hálftíma í leit að einhverju öðru en fuglum til að skjóta á. Það væri alveg vel þegið ef gert væri tilraun með þetta á simnet, og séð svo hvernig spilast úr því. Þ.e.a.s ef fólk er ekki eindregið á móti því.