Úff..

Nú er EA að fara hamförum alveg hreint… -_-

EA hefur nú búið til svokallaðan svartan lista yfir servera sem hafa tekið 12 mín. tíma limit-ið af ásamt serverum sem hafa Unlocked vopnin á server..

Hinnsvegar, létu þeir ekki vita, né svöruðu þegar þeir voru spurðir, hvort að það væri ólöglegt að fikta eitthvað með demo-ið. Hver sá sem kann fyrir sig á python getur fikrað sig áfram í áttina að hvernig á að taka tíma limit-ið af, með smá prufum og fikti, og skiljanlegt að þeir vilji ekki láta fikta í því (þó svo að persónulega þá finnst mér það asnalegt að hafa einungis 12 mín. fyrir hvert round).

Það fyndna við unlock vopna “haxið” var að módelin ásamt öllum con, tweak og animation fælum voru til staðar í demo-inu, sem lýtur út eins og skál full af snakki í veislu, fyrir mod gaura.. auðvitað reynum við að fikta okkur áfram til að fá sem mest úr demo-inu, fyrst þeir eru að bjóða upp á það. Asnalegt að mínu áliti.

En semsagt, Þeir ætla að taka servera, og hafa tekið þó nokkra, úr ingame browserinum, sem hafa þessi unlock vopn og tíma limit “höx” á serverunum. Eina leiðin til að fá þá til baka virðist vera að skipta um IP tölu á serverinum..

Nánari upplýsingar og skoðarnir hér.

Kveðja
[89th]Maj.FatJoe