Þetta er svo sem ekki tæmandui listi og jafnvel segi ég eitthvað rangt hér, en hér eru leiðbeiningar í einföldum stíl hvernig squad kerfið virkar.

Commander

Til að sækja um Commander stöðuna fer maður í squads í respawn glugganum (enter) og velur apply við commanderinn, þetta er held ég aðeins hægt í byrjun mapsins, þó ekki viss.

Commander getur scannað völlinn til að sjá hvar óvinir eru(bara hann sjálfur), sent supplies (kassi sem fyllir á ammo og líf), sent njósnaflugvél á lítil svæði (UAV, þá sjást óvina unit þar á mappinu) og kallað á Artillery.

Þetta gerir hann með að ýta á caps lock takkan og þá fær hann upp commander gluggan. Þar getur hann líka sent squad leaders verkefni og sagt þeim hvað á að gera. Hann getur sömuleiðis ýtt á T og valið Artillery, supplies eða UAV sem kemur þá á crosshair og er gott til að kalla á eitthvað í flýti.

Squad Leader

Til að vera squad leader velur squads í respawn glugganum (enter) og gerir create squad, í manage squad geturu svo boðið þeim sem ekki eru í squad. Squad leader fær verkefni hjá commander eða býr til sjálfur með Caps Lock eða T takkanum. Aðrir squad members geta respawnað hjá honum. Hann hefur beint samband við commander og getur beðið hann um að senda Artillery, supplies eða UAV á ákveðna staði. með VOIP kerfinu getur hann talað við squad members með B takkanum og Commander með V takkanum.

Squad Member

Ferð í squads í Respawn glugganum og gerir join við squad sem þér líst vel á. Mikilvægt er að reyna að fara eftir skipunum leaders í squad því hann er með beint samband við Commander sem veit betur hvað er að gerast á vellinum. Þið getið beðið leaderinn ykkur um að kalla á supplies eða artillery með T takkanum og talað við hann á VOIP með B takkanum.
“Where is the Bathroom?” “What room?”