Jújú, en þar sem við erum nú allir siðmenntaðir piltar og tilbúnir að fyrirgefa, þá ætla ég bara að láta þetta gossa hérna. Áður en lengra er haldið vil ég þó ráðleggja þeim sem hafa ofnæmi fyrir fílum að hætta að lesa. Núna.

Svo er nú mál með vexti, að rétt í þessu er mikilfenglegt og stórkostlegt ferðalag að hefjast á Overlord spjallsvæðinu (www.asnalegt.net/overlord) og vil ég bjóða ykkur öllum að taka þátt! Það var nefninlega þannig, að tveir félagar (sem voru raunar engir venjulegir félagar, heldur fíla-félagar) fóru af stað í leiðangur, en það var eitthvað að fótgangnum og takturinn var eitthvað… úr takt, þannig að þeir tóku sér einn fíl til viðbótar. Og svo ákváðu þeir, að það væri kannski gaman að hafa… kannski… 1000 fíla? Þannig að takmarkið er 1000 fílar, og það væri í meira lagi hressandi að sjá sem flesta sem þetta lesa leggja sitt af mörkum. Þótt ég neyði ykkur auðvitað ekki til þess. En… þið vitið. Það væri gaman. Já.

Hérna er svo linkur beint inn á þráðinn þar sem allir fílarnir eru.

Nú þarf ég svefn. Moorhuhn gaurinn er líka að glápa einkennilega mikið á mig. Ég er hræddur…