Jæja, nú fer að líða að næsta skjálfta og þar sem ég hef ekkert betra að gera í þrefaldri eyðu en að skrifa hér eitt stykki spá, ákvað ég bara að henda henni hér inn. Bið samt alla um að halda ró sinni, og ráðast ekki á mann hér né á skjálfta sjálfum vegna þessarar spár. Þetta er aðeins það sem ég býst við að gerist, en auðvitað er það erfitt þarsem ég veit hvorki line-up hjá liðinum né hvernig skjálftinn sjálfur fer fram. Ég ætla mér að skrifa um 5 efstu liðin hérna.

5. Ég held að þessu sinni munu 89th menn hreppa 5 sætið. Þeir hafa misst nokkuð sterka menn frá síðasta skjálfta, en þó að þeir hafi náð að recruita nokkra góða þá held ég að þeir hafi ekki spilað nægilega mikið saman til þess að þeir munu vinna þetta. Gæti jú skipt máli eftir því hvernig line up hjá þeim verður en ég tel það nokkuð öruggt að þeir hreppi fimmta sætið að þessu sinni.

4. Á þessum skjálfta munu i'm sennilega lenda í þessu sæti og er það í raun útaf svipaðri ástæðu og 89th í sínu sæti, en einsog flestir vita hafa þeir misst mjög sterkann og breiðann hóp yfir í önnur lið síðan á síðasta skjálfta. Þó hafa þeir recruitað nokkuð góðann mannskap sem lítið hefur þó spilað saman. Ef fornar hetjur þeirra I'm manna myndi mæta á skjálfta væru þeir til alls líklegir, sjáum bara hvað setur.

3. Hingað verð ég að sitja “nýliðana” á þessum skjálfta. Þeir hafa jú sennilega allir mætt á fyrri skjálfta en aldrei sem þessi liðsheild sem þeir eru nú. Það er nokkuð greinilegt að þeir eru orðnir eitt virkasta klan landsins miðað við fjölda leikmanna og hefur það verið gaman að sjá þá spila saman. Ég veit heldur ekki hverjir mæta úr þeirra hóp en miðað við þann mannskap sem ég býst við, eiga þeir allavega þriðja sætið, en með meiri samspilun í framtíðinni og samstillingu gætu þeir náð enn lengra.

2. Þessi hluti póstsins mun sennilega vekja miklar umræður hér (miðað við það sem liðið er) en hér mun ég setja fyrrverandi skjálftameistara Adios (Fkn!!) í þetta sæti. Line-up þeirra er mér nokkuð óljóst en þó held ég að þeir nái ekki jafn langt og síðast. Þeir hafa þó aðeins mist einn mann frá síðasta skjálfta og hópað sig nokkuð vel saman. Ég er nú ekki með leikmannafjölda þeirra á hreinu en það hafa 5-10 menn farið til þeirra frá síðasta móti og vona ég svo sannarlega að þeir mæti allir saman. Það sem ég held að verði þeim að falli sé hversu inactive margir lykilspilara þeirra hafi verið undanfarna 2 mánuði (allavega það sem ég hef séð). Þei hafa þó scrimmað nokkuð en ekki að ná þeim úrslitum sem þetta lið gæti náð. Annað sætið stimpla ég á þá.

1. Ójæja….nú fæ ég skítkastið á mig þarsem ég segi með góðri samvisku að .START. Gaming nái þessu sæti nokkuð örugglega. Ég er jú .START. maður og sumir segja sennilega að ég seti okkur bara hérna vegna þess…en hvaða máli skiptir þessi póstur annars?:) Frá síðasta skjálfta hafa liðin CP og FUBAR sameinast í þessa heild sem er núna í gangi. Sá mikli munur sem er á liðinu frá því að síðasti skjálfti var neyðir mig til þess að setja .START. í fyrsta sætið. Þegar næsti skjálfti rúllar af stað höfum við spilað ca. 20 leiki saman og augljós munur er á liðinu eftir hvern leik. Flestir okkar sterkustu spilara munu mæta og án þess að monta mig verð ég að segja að þetta sé ótrúlegur hópur og maður veit aldrei hverju má búast við af honum.

Nú er þetta komið í bili, ég vona að allir spilarar munu blasta serverana til skálfta, koma sér í almennilegt BF “form” og fyrir fullt og allt sýna hverjir eru bestir. Þetta gæti verið síðasti BF skjálftinn og hver vildi ekki geta sagt barnabarninu sínu að hann hafi verið í besta liði landsins í Battlefield 1942, árið 2005.

Takk fyrir mig.

P.s. Skítköst sendast á einkapóst minn á huga.
Shiiiiiiiiit