Nú þegar 50 manns hafa kosið, þá er réttur fjórðungur hugara sammála því að taka kortið út af simnet, og fyrir svona mánuði síðan þá hefði ég verið sammála.

Málið er að þetta kort getur verið óvenju leiðinlegt þegar annað liðið virðist ekki geta komið sér til að gera nokkurn skapaðan hlut, heldur safnast fyrir á flugmóðurskipinu í von um það að krækja sér í rellu. Aftur á móti (og ég var í raun bara að gera mér grein fyrir þessu) eru fá möp í leiknum sem bjóða upp á meiri fjölbreytni séu liðin jöfn. Þú ert náttúrulega með risavaxnar skipaorrustur, auk þess sem flugvélar eru í fyrirrúmi. Og ef bæði lið hafa flögg á eyjunni geta mynast nokkuð athyglisverðir inf. bardagar. Eina sem í rauninni vantar í mappið eru almennilegar skriðdrekaorrustur (skiljanlega).

Tilgangurinn með þessum pósti er að hvetja þennan 1/4 hluta spilara til þess að gefa mappinu séns. Fátt skemmtilegra en að “tíma upp” með klanfélögum á ts og murka lífið úr óvinaliðinu á beitiskipinu. Eða þá að reyna fyrir sér á kafbátnum. Ég meina… hversu margir spilarar, svona eftir að hafa spilað leikinn til lengri tíma, hafa virkilega gefið kafbátunum séns? Vissulega er maður ekkert að fragga á við rellurnar, en það er bara svo mikil stemming sem fylgir því.