Eins og glöggir menn tóku eftir (og jafnvel þeir sem ekki eru jafn skýrir á efstu hæðinni) þá birtist nýtt klantagg á simnet servernum í kvöld. Þetta klantagg kemur sumum spánskt fyrir sjónir (OvrLrd~nick) en er þetta einfaldlega löng stytting á engilsaxneska orðinu Overlord.

Operation Overlord kallaðist aðgerð bandamanna sem fól í sér opnun annarar víglínu Þjóðverja, þ.e. með innrásinni í Normandie 6. júní 1944. Ekki ætla ég að fara neitt nánar út í það en ráðlegg ykkur öllum að kíkja á Illustrated History of the Second World War" eftir John Ray (eða aðra sambærilega bók) enda alltaf gaman að fræðast betur um þá vígvelli sem maður hefur eytt síðastliðnum 2 árum á í tölvunni. Þar ættuði alla vega að geta fundið eitthvað info um Operation Overlord sé áhugi fyrir því. :)

Þó má auk þess nefna það, að heavy tankur Kínverja í C&C Generals kallast einnig Overlord, þannig að þetta var tilvalið nafn á klani…. enda er röddin hans svo friggin kúl. ;)

Séu einhverjar spurningar varðandi klanið, inngöngu í það, eða lífið almennt, þá er msnið mitt joli51@hotmail.com, og mun ég reyna eftir fremsta megni að svara þeim spurningum.

Og einnig vil ég nýta tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. :*