Þrátt fyrir vægast sagt hörmulegar mætingar á æfingar hjá landsliðinu heldur baráttan áfram að reyna spila leiki til að þjappa liðinu saman.

Á síðustu æfingu mættu einungis 7 menn og bara þeir sömu og vanalega. Ekki hjálpar það að Fkn settu upp leik í kvöld á sama tíma og landsleikurinn er svo lítið verður um góða drætti þegar alla þá tankara vantar. En keppt verður akkúrat í borðunum Aberdeen og Tubruk.

Ef menn hafa ekki áttað sig á því þá er það venjan að setja upp leiki og æfingar á þessum 3 dögum. Þriðjudögum, Fimmtudögum og Sunnudögum, auðvitað geta ekki allir mætt á alla þessa daga en menn gætu hunskast til að mæta eitthvað yfirleitt.

Ef þetta fer ekki að skána finn ég betra með minn tíma að gera en að halda utan um þetta.
Kveðja Kristján - ice.Alfa