Clay Pigeons og Fubar sameinast

Sælir allir

Eins og einhverjir tóku eftir spiluðu CP (START) og Fubar sameinuðum liðum á Skjálfta, voru ýmsar ástæður þar af baki, eins og að bæði lið voru töluvert frá því að geta stillt upp sínum sterkustu liðum auk þess sem að það hefur verið vilji manna í báðum liðum að sameina liðin. Sú hugmynd er reyndar allavega 6 mánaða gömul en aldrei var tekin nein sérstök afstaða né ákvörðun í málinu. Nú var svo komið að það hafði byrjað að þynnast töluvert í báðum liðum að ákveðið var að sameina og yfirmenn beggja liða búin að reita af sér allt hár og orðnir hvítir í framan að ná sómasamlegum liðum saman fyrir mikilvæga leiki.

Við sáum því Skjálfta sem kjörin stað til að tilraunast með liðin og kynnast hvor öðrum. Þó að uppskeran hafi ekki verið sú sem vonast hafi verið, er einungis stefnt að æfa og styrkja liðið en frekar, til að vera þar sem það á heima….. á toppnum.

Það voru margar ástæður fyrir því að þetta tók svona langan tíma, en aðalástæðan var sú að fæstir myndu styggjast eða verða hræddir um sinn stað í liðnu. Það er þess vegna sem að öllum var boðið að taka þátt í þessu verkefni í báðum liðum og menn ekki útilokaðir nema að eigin vilja.

Við höfum ákveðið að segja skilið við UP North og halda okkur frekar við Clanbase og hugsanlega leita á einhver önnur mið líka. UP-North einfaldlega er ekki hægt að spila sómasamlega við góð lið, vegna fáranlegra reglna innan þeirrar deildar.

Það er sjaldnar en ekki að sameining liða á Íslandi gangi upp og í raun munum við ekki eftir neinni sameiningu sem hefur gengið upp á endanum hér á landi. Því segjum við aftur bara stórt húrra fyrir þeim sem stóðu að þessu og eigum við ekki von á neinu nema góðu samstarfi 

Fyrir Hönd Fubar og CP

* DeadMan
* Mr.G
* Ryan