Sælir stríðsmenn og konur og ófriður sé með yður.Ég er núbbi sem er búinn að spila bf í nokkrar vikur og hef mjög gaman af.
Sem nýliði finnst mér allveg stórfurðulegt að í borðum eins og Gazala,Batleaxe og Bocage skuli varla nokkur maður setjast upp í AA,þó það sé verið að sprengja allt í tættlur með loftárásum,t.d. í gærkvöldi(9 Ágúst)var ég inn á simnet(ásamt 24 öðrum) að spila Bocage sem Þjóðverji og það komu 3 stk B17 með stuttu millibili ásamt reglulegum heimsóknum af Mustang (aim@me,alger flugsnillingur)og enginn á AA til að verjast þessum ófögnuði,þannig að ég sat út borðið á AA og náði niður einni B17 ásamt að laska hinar eitthvað en Mustang með aim@me um borð er nánast útilokað að ná niður nema ef það væru tveir á AA eins og hægt er á heimabeis Þjóðverja í Bocage.Ef það væru tveir á AA,þá sér annar relluna örugglega á undan hinum og byrjar að skjóta og hinn fylgir á eftir.Betur sjá augu en auga.Hver er ástæðan fyrir því að AA er svona lítið notað?Ná menn ekki nógu góðu skori?Er það svo leiðinlegt?En fyrst að þetta er nú TEAMPLAY leikur,þá væri nú mjög æskilegt að einhverjir sætu á þessum byssum allavegana annað slagið,því það er grátlegt að vinur sé að fara í loftið og er sprengdur þegar hann er nýlaggður af stað eftir brautini.Svo er annað sem ég vildi minnast á,það er það að fyrst svona fáir nenna að sitja á þessum byssum að láta það þá vera að kalla þá sem nenna því ýmsum miður skemmtilegum nöfnum eins og hefur komið fyrir og það án þess að maður sé að teamkilla.Sennilega af því að maður hittir ekki nógu vel.(Enda núbbi).Þegar klön eru að skrimma er þetta allveg eins þar?Sem sagt fáir eða enginn á AA?Það getur vel verið að þetta sé allt saman vitleysa í mér en þetta eru nú bara hugrenningar núbba sem hefur gaman af því að spá í herkænnsku og herstjórn.Ef einhver getur frætt mig um þessi atriði væri það mjög vel þegið.Látið endilega heyra í ykkur.
Kv-14all.
Ef þú ert sloppinn í sloppinn,þá ert þú sloppinn í sloppinn og þarft ekki að svara.