Sælir

Mig langaði bara að starta nýjum þræði varðandi þetta mál. Það kann ekki góður lukku að stríða að hefja þráð með ásökunum um svik og greinilega að það fór þversum í menn, sem eðlilegt er. Skjálft menn geta auðveldlega á móti saka BF spilara um svik að mæta ekki þegar skipulögð hefur verið fyrir þá keppni.

Það sem er leiðinlegast í þessu er að óvild milli sumra þeirra sem koma að skipulagningu á Skjálfta og lítils hóps BF spilara er að bitna á mjög mörgum BF spilurum sem eiga það ekki skilið. Það á við um þennan litla hóp BF spilara líka. Þið eruð ekki að hjálpa BF menningunni að vaxa með málflutningi eins og hér að neðan.

Ég hélt og held reyndar enn að Skjálfta mót sé á vegum Símans og því sem viðskiptavinur Símans, langar mig að hvetja Símann til þess að setja BF1942 á dagskrá. Ég efast ekki um að Síminn hafi fullan vilja til þess að gera vel við viðskiptavini sína.

Það að BF hafi ekki náð að festa sig í sessi sem keppnisgrein á Skjálft er beggja sök. Þ.e. bæði BF spilara og umsjónarmanna Skjálfta. Þetta ósætti og skítkast verður að hætta og menn verða að sættast. Málflutningur eins og hér að neðan er engum til gagns hvorki BF spilara né Símanns.

Einnig er eðlilegt að þeir sem hjá Símanum starfa myndu svara og þá undir merkjum Símans, en í sumum póstum hér að neðan er erfitt að meta hvort menn séu að svara á vegum símans eða eiginn vegum.

Með von um jákvæð viðbrögð.

Friðþjófur aka IG4U | Yank