Ég hef nú verið að spila BF og BF:V í nokkra nánuði og verð að segja að er alveg hin mesta skemmtun. Fyrir utan einstaka TK (sem eru nú oftast slys og fólk er farið að vera ansi duglegt að segja sorry) þá finnst mér það farið að vera svoldið stórt vandamál að hafa liðin jöfn. Sumir virðast bara vilja vera U.S. eða öfugt og getur þetta alveg skemmt leikinn fyrir manni. Rétt í þessu var ég að spila og þá voru þeir í Us með fimm manns fleiri og unnu fyrsta round á nokkrum mínutum, svo byrjaði seinna roundið og ennþá voru þeir miklu fleiri og voru að rústa þessu þegar ég gafst upp og hætti í fússi.
Er fólk ekki sammála um að það þurfi að takast á þessu vandamáli á einn hátt eða annan. Ef fólk ætlar að halda þessu áfram finnst mér nauðsynlegt að setja Auto-Balance á svo að þetta verði ekki bara einstefna hjá öðru liðinu.