Jæja sigurganga CP í Clanbase virðist engan enda ætla taka, en það er þó víst leikirnir hafa orðið erfiðari upp á síðkastið. Sigurgangan spannar nú 10 leiki í röð sem hefur komið okkur í efsta sæti sem íslenskt lið hefur náð í Evrópu (clanbase), 18 sæti. Fyrstu leikirnir voru unnir nokkuð örugglega, en núna hefur róðurinn þyngst verulega.

Eitt hef ég rekið mig á í clanbase. Lið eru ansi mismunandi, bæði af getu og leiðindum. Það er allavega alveg öruggt að CP mun ekki á næstunni challenga ensk lið, þau virðast upp til hópa vera vælukjóar og nota allt til að röfla og væla yfir. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar við spiluðum við franskt lið í kvöld sem hafði unnið alla sína fyrstu 5 leiki hvað þeir voru fínir og engin leiðindi (þar sem frakkar hafa nú þá tendensa að vera svolítið stífir).

Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg lið eru að fylgja fordæmi, Easy sáluga, I'm, SS og CP og joina Clanbase. Þau munu án efa fljótlega flest vera komin í topp 50 tel ég. Eitt sem ég tel samt alveg hrikalegt er að hafa ekki neutral server í UK t.d. þar sem við erum að spila stundum með hátt í 200 í ping. Núna fyrir stuttu splæstum við í leigu á vél í UK, (sem er ódýrara en að hýsa eigin vél á íslandi, hjá því ódýrasta sem þú fyndir) og það er þvílíkur munur, að geta spilað á 45-60 í ping.

Ef bara Vodafone myndi nú haugast til að laga tenginguna til UK þá væri lífið gott :)

Ég óska öllum íslenskum liðum góðs gengis í framtíðinni í Clanbase og sjáumst í bardaga :)<br><br>[CP] DEAD MAN WALKING

<a href="http://www.claypigeons.tk">http://www.claypigeons.tk</a>

- þó ég mala ykkur í battlefield tapa ég sennilega orðið fyrir ykkur í bekkpressu :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa