Jæja ég ætla hérna að reyna að koma af stað umræðu um eitt mál sem fer stundum í taugarnar á mér.
Ég hef oft verið að lesa hérna á huga um það að allir eru að tala um að ALLT sem er vond við bf samfélagið á íslandi tengist cs.
Eins og t.d. “Þetta er bara 12 ára CS gimp” og að cs samfélagið sé svo glatað og að allt sem tengist cs sökki og að alltaf ef einhver rifrildi eru þá kemur þá er það cs að kenna. Svo nenna fáir að spila á símnet lengur af því að það eru bara “CS börn” að spila þar.

Persónuleg hef ég aldrei spilað CS eitthvað af viti, bara prófað hann af og til, en ég veit að þetta er vinsælast netleikur í heimi og því ætti að sýna leiknum allavega smá virðingu.
Það sem fer samt mest í taugarnar á mér er að við bf spilararnir erum svo hrokagjarnir að við höldum að við séum svo miklu betri menn en cs spilarar. Málið er að ef ég væri fyrrverandi cs spilari og ætlaði að byrja í bf og myndi svo kíkja á hugi.is/bf þar sem aðalmálið er að níða niður cs þá myndi það bara fæla mig frá leiknum frekar en að fá mig til að spila hann.

Þar sem ég persónulega vill að bf heimurinn stækki þá finnst mér að við ættum að vera meiri menn og sleppa þessum hroka gagnvart cs og reyna að gera bf samfélagið gott án þess að láta cs líta illa út, þá kannski eru fleiri cs spilarar sem vilja spila bf og þar með stækkar íslenska bf samfélagið.
Þetta er náttúrulega bara mín skoðun og eftir því sem ég hef verið að spila á símnet núna undanfarið held ég að þetta sé bara ekkert skárra en að spila á cs serverum þar sem önnurhvor setning hljómar á þessa leið : FOkkin CS Núbb, eða CS gimp og allskonar svona rugl, allavega finnst mér að við bf spilararnir ættum að hætta að kenna cs um allt og reyna að spila fallega :)<br><br>[CP] Bizzleburp