Einhverjir halda eflaust að ég sé að tala um að hafa jöfn lið eins og 20 vs. 20 eða 16 vs. 16 or sum, nei það er ég ekki að tala um, ég er að tala um hvernig liðin skiptast.

Of oft gerist það að það eru clanmenn gegn rest og eins og þið vitið þá er lang mestur hluti sterkra spilara í Clani og ég sé ekki hvað er svona skemmtilegt við það að það er engin mótspyrna og þar af leiðandi kemur hið umdeilda spawncamp.

Ef að óvinur kemst í þá stöðu að geta farið að spawncampa er það nokkuð einhverjum öðrum að kenna nema manns eigin liði ? Ef að liðið manns hefði haft styrkleika til að ná base-um og halda óvininum uppteknum þannig hefði leikurinn orðin mun spennandi og þar af leiðandi skemmtilegri en þetta gerist ekki nógu oft og eiginlega mjög sjaldan því einum of oft eru liðin skipt þannig að það eru þeir bestu gegn hinum sem eru oftar en ekki nýrri spilarar og minni reynslu af góðu teamworki.

Því legg ég til að sterkir spilarar reyni að skipta sér nokkuð vel á milli því að yngri spilarar (ekki að tala um aldur, heldur tima sem hafa spilað bf) læra heilmikið á því að spila með sterkum og reynslumiklum spilurum!

Með Kveðju [FUBAR] Bluddy
Með von um góðar undirtektir.
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE