Ég er búinn að spila bf1942 frekar legni og tel mig þokkalega reyndan. Ég get stjórnað flestum tækjum í leiknum frekar vel en þrátt fyrir það þá hef ég aldrei tailð að ég eigi einhvern rétt á þeim á símnet.
Undanfarið hef ég orðið vitni að því að sumir menn virðast telja sig hafa rétt á t.d. flugvélum og ganga jafnvel svo langt að skjóta menn sem ætla að taka þær. Ég var að spila kursk um daginn og þegar ég spawnaði einhverntíman í miðjum leiknum og sá flugvél sem var að byrtast þá hugsaði ég ahh en skemmtilegt best að fara að hrella einhverja tank-commandera hehe. En vitimenn einhver sem var að hlaupa fyrir aftan mig kallaði negativ svona 20 sinnum og þegar í fór inn í vélina byrjaði hann að skjóta á hana. Ég fór út úr vélinn til að gera við hana þá hljóp hann að henni og tók hana. Hvað var það???

Þegar ég spurið gaurinn þá sagði hann að það væri betra að hafa vana menn á flugvélum eins og það skipti einhverju máli. Hvað veit þessi gaur um það hversu vanur ég er? ekkert. Gefum okkur það að ég geti varla flogið vélinni og eigi eflaust eftir að verða skotinn niður eftir svona 10 sec, þá skiptir það ekki neinu máli það er ekki hefðaréttur á simnet yfir farartækjum. Þessi framkoma er óréttlætanleg og bið ég þá sem stunda þetta að vinsamlegast hætta þessari frekju. Þetta eru ekki einu dæmin það eru líka til náungar sem bara bíða allan leikinn eftir flugvél og gera liðinu ekkert gagn á meðan. Þessir menn halda oft að af því að þeir eru búinir að bíða svona lengi þá sé næsta vél þeira – ahh rangt fyrstir koma fyrstir fá svo ekki vera að væla “út úr vélinni þetta er mín vél næsta vél átti að vera mín!”.

Svo svona rétt í lokin þá langar mig að leiðrétta þá sem halda að um spawncamp sé að ræða í kortum eins og Iwo Jima. Það er ekki hægt að spawncampa í sklíku korti því það er markmið kortsins að ná því öllu eða verja eyjuna fyrir innrás sama hvað það kostar.