Jæja hvernig væri að stofna styrkleikalista fyrir bf?
Þannig að ef t.d. Fubar scrimmar á móti CP þá verður að tilkynna úrslitin til hæfs manns eða manna sem dæma hvort Fubar eða CP hafið verðskuldað hækkun eða lækkun á listanum. Þá mundu spilarar hafa yfirlit yfir hvað er besta klanið eða hvaða klan er buið að standa sig best að undanförnu. Ef þessi tillaga mín verður samþykkt þá væri hægt að láta listann birtast inn á þessu áhugamáli. Svo væri kannski hægt að stofna tvo styrkleika flokka þannig að klön eins og dr. 5th army mundu vera að skrimma við jafnoka sína (ekkert að reyna að niðurlægja þessi klön). Svo í framhaldi af þessu væri hægt að stofna deild eða svona svipað eins og thusr t.d. 2.feb: fubar vs. CP, 89th vs. I´m og þannig. Þannig að þá mundu allir vita hvap væri að gerast í klana heiminum. Þessu væri unnt að framfyglja með því að ákveða sérstaka leikdaga eða eitthvað svo mundi staðan og styrkleikalistinn vera hér á huga. Þá munu allir sjá gengi klana og svo framvegis. Einnig væri hægt að hafa yfirlit yfir nýjum klönum og hvaða klön eru virk. Ef þessi hugmynd kemst í gangnið þá væri það gott skref í áttina að því að allir viti “sannleikann”. Ég vona að þið skiljið hvað ég er að fara. Ef þið viljið hafa þetta þá væri fýnnt að sækja um hverjir vilja taka að sér að breyta listanum. Þá væri fínnt að senda umsóknir til admins sem mundi þá vonandi setja upp smá kork með nöfnum af þeim sem ætla að sækja um ( ég treysti mér ekki í að dæma hvaða klan er best). Svo verður gerð könnun hér og þá er hægt að kjósa!

Ég vona að þetta fái góðar móttökur og ég segi bara takk fyrir mig

Til admins: Viltu samþykja þetta sem grein því að hugmyndin á skilið að fá að “meltast” því að fleiri skoða hana hér heldur enn á korkinum.