Nú undanfarna daga hef ég verið mjög hneykslaður, útaf framkomu margra manna á símnet servernum. Þessi hneykslun mín hefur vakið mér mikla umhugsun, hvernig eigi að bæta þetta.

Ég var á þessum ágæta server á fimmtudaginn 1. Janúar, og var þar verið að spila Berlin mappið. Ég var allied og strax í byrjun lentum við í þvílíku spawncampi. Axis náðu að eyðinleggja báða tankana, og króa okkur af inni í horni. Eftir það var ekki snúið, þrátt fyrir að við reyndum að fara hina leiðina. Við gátum einfaldlega ekki gert neitt. Þegar maður spawnaði voru axis búnir að tryggja það að eftir 5 sek væri maður í tætlum. Ef maður var það heppinn að spawna inni í byggingu og asnaðist síðan út, var ekki einu sinni tími til að skjóta á tank, hvað þá að varpa handsprengju. Allied menn báðu axis fallega um að færa sig aftur og gefa sér smá séns, en ekki um það rætt, heldur bara bætt í skothríð axis. Þrátt fyrir mikinn pirring kláruðu flestir allied manna þetta round. Þetta handsprengjuregn og skriðdrekafár endaði með því að axis unnu afgerandi sigur.

Þegar að nýtt round byrjaði reyndu allied menn allt hvað þeir gátu til að ná flaggi og sækja fram. Ekki gekk það betur en í fyrra roundinu, og ekki voru afleiðingarnar skárri núna, því að við lentum í sömu súpunni. Eina breytingin var sú að nú voru axis byrjaðir að dreyfa demolition pack yfir spawnið og hlupu burt. Síðan um leið og allied spawnaði aftur sprengu þeir þetta. Sama útkoma varð úr þessu roundi og var ég mjög reiður flestum þeim mönnum sem voru í axis liðinu. Þar á meðal voru nokkrir meðlimir úr einu clani sem voru afgerandi í þessu rugli.

Mér finnst að það ætti að banna spawncamp að vissu leiti á simnet servernum, til að svona leiðindar atvik komi ekki upp. Allt í lagi er að liðið sé að skjóta af löngu færi á spawnpointinn, en ekki vera á honum eins og oft gerist. Sértstaklega pirrandi er þegar menn fara á tank, á eina spawn mótherjanna, eins og í Omaha beach. Það er dauðasynd og ekkert annað! Einnig þoli ég ekki “aircamp” og finnst að það ætti að banna það með öllu.

Annað er það að um hátíðarnar (Jólin) sem nú eru að líða hafa á simnet servernum alltaf verið um 40 manns og oft fleiri. Þegar mikið fleiri en 40 manns eru komnir á serverinn fer hann að lagga eins og andskotinn, t.d. kl. 23:30 3. Janúar voru 47 manns á honum (að mig minnir). Þetta var bókstaflega hræðilegt. Þetta var eins og að spila á rússneskum server með 56 kb. Tengingu ( en ég er með 256 kb. tengingu). Þess vegna finnst mér að það ætti minnka serverinn niður í 40 manna server, því að þá geta allir spilað laggfrítt, ef þeir eru með ADSL tengingu.

Eitt á ég nú eftir að nöldra útaf, og það er að sum möppin eru mjög lengi í spilun, í rauninni alltof lengi. Þess vegna fynnst mér að það ætti að setja einnar klukkustundar tíma á hvert map, því að þegar round eru lengur en það að spilast er maður orðinn hálf leiður :(

Ég vona að ný borðaröðun komist í gang sem fyrst því að ekkert er verra en að spila tvö rússaborð í röð :S. Endilega komið með commentið….

Takk fyri
Shiiiiiiiiit