Ég er með 2Mb tengingu hjá OgVodafone, AMD 2500 barton, ddr 512Mb og GeForce FX5700 Ultra 128Mb.
Ég er nýbúin að kaupa Battlefield, og var búin að vera lengi að spá í það hvort ég ætti að kaupa hann eða ekki.
Ég sé svolítið eftir því.
Ég spila mest á Simnet servernum.
Vandamálið er að það er eins ég sé með 56Kbs tengingu og sé að spila leikinn á mjög lélegri vél, semsagt lágt fps.
Svo kemur eftir svona 30 min til 60 min í spilun “connection problem” og sambandið slitnar.
Eru einhverjar stillingar sem mér er að yfirsjást eða veit ekki um?
Ég veit að í Enemy territory er betra að setja inn stillingar eins og snaps, rate og maxpackets.
Plís hjálpiði mér, ég nenni ekki að spila leikinn svona.