Einhvernvegin held ég að það séu bara þeir sem finnst leiðinlegt að fljúga eða eru bara ekki góðir í því sem eru að svara því að nosecam eigi að vera á því að þeir halda að þá eigi þeir meiri möguleika á að geta eitthvað á jörðu niðri. Auðvitað eru þá fleiri sem vilja hafa nosecam á því að flugmennirnir eru færri heldur en þeir sem ganga eða aka. En það sem ég held að flestir þessara sem finnast leiðinlegt að góðir flugmenn séu alltaf að drepa þá séu ekki að hugsa um er það að allir þessir flugmenn eru hvort eð er það góðir á flugvél að þeir eiga eftir að drepa ykkur allveg jafn léttilega með nosecam á, það held ég.
Síðan ætla ég líka að koma að því að það er alls ekkert létt að stýra flugvél vel, hvað þá ná að sleppa sprengju á akkurat réttum tíma svo hún hitt beint í skriðdrekann nema maður sé búinn að vera mjög lengi að æfa sig og þá meina ég lengi. Ég meina, haldiði að þessir langbestu(nefni engin nöfn) séu bara hitta ykkur af eintómri heppni aftur og aftur? NEI!!!
Af hverju þá að festa nosecam við flugvélar? Þó að þeir bestu séu ennþá eins góðir þá getið þið komið í veg fyrir að fleiri flugmenn lýti dagsins ljós? Skemma fyrir hinum? Ég er ekki að segja að fólk sé að hugsa svona en ef sum ykkar eruð að því þá skal ég segja ykkur eitt: Þetta á ekki eftir að koma í veg fyrir neitt! Þeim sem finnst gaman að hljúga munu halda því áfram og verða bara góðir með nosecam og venjast því. “En þeir eiga ekki eins auðvelt með að sjá með nosecam” þeir eiga eftir að venjast því eins og hinu.
Núna hljómar kannski eins og ég sé búinn að mála mig út í horn með því að segja að það skipti engu máli fyrir flugmenn að hafa nosecam á þannig að af hverju ekki hafa hana fyrst mér er svona sama? Sumir hafa notað þau rök að það er raunverulegra að hafa nosecam en svona í alvörunni viljið þið hafa leikinn mikið raunverulegri? Ef það verður sett læst nosecam á flugvélar þá þyrfti að breyta leiknum aðeins eins og að laga jarsprengjur þannig að þær springi ekki ef þær eru settar ofan á skriðdreka (dö í raunveruleikanum þarf að aka yfir þæar því að það er takki ofan á þeim sem sprengir hana) þetta eru nefnilega ekki sprengjur eins og í Bond myndunum bara setur þær upp við eitt hvað og þá límast þær við og springa svo þegar þú ýtir á takka á úrinu þínu. Líka þyrfti að láta eldflaugavörpurnar gera meiri skaða gegn skriðdrekum og þá gera brynvörn skriðdrekanna veikari milli turnsins og því sem er undir.
Þessu þyrfti öllu að breyta til að jafna þetta út og líka kannski minnka sprengjubyrgðir flugvélanna. Flugvélar eru öflugt vopn og því eru þær það í þessum leik. Það er örugglega slatti meira sem ég man ekki eftir núna því ég var að vakna en endilega allir flugmenn sem lesa þetta koma með meira.

Eggjandi<br><br><b>BF Eggjandi

Prefect Pardon inc.

-=BiO[Eggjandi]HaZaRd=-</