Ég vildi bara koma því á framfæri að mér fynnst hálf asnalegt að það sé hægt að skipta um view á flugvélunum og skriðdrekunum. þetta eru 2 öflugustu vopnin í leiknum, og þetta gerir þau ALLTOF góð.

Ekki getur maður litið fyrir aftan sig þegar maður er labbandi, eða skipt þannig að maður sjá ekki byssuna eða geti horft fyrir aftan hermanninn.

það er alveg fáránlegt að þegar maður er tildæmis engineer og er að reyna að planta mine fyrir aftan skriðdrekann eða læðasta aftan að honum með basooku, að þá getir sá sem að er í skriðdrekanum verið með svoan “far” view og fylgst með hverri hreifingu hjá manni, þótt hann sé að horfa í “hina áttina”.

það sama með flugvélarnar. ég efast um að það hafi verið hægt í alvörunni að taka bara burt cockpittið og gólfið í flugvélunum í ww2 til að getað fengið fullt view niður fyrir sig og hvert sem er. það að það sé hægt að taka þetta af gerir flugmönnunum MUN auðveldara fyrir að sjá fótgagandi hermenn, skriðdreka og AA byssur. þessvegna geta flugmennirnir verið í miklu meiri hæð en þeir þyrftu vanalega til að sjá skotmarkið. og þegar að flugvélabyssurnar þurfa bara að hitta 1 kúlu í fótgangandi menn og 1 sprengju á allt annað, þá er það mjög ósanngarnt! flugvélarnar væru miklu meira en nógu deadly hinsegin.
það er líka leiðinlegt að þegar maður er að skjóta á flugvél fyrir framan sig, þá geti sá sem er að fljúga bara litið fyrir aftan sig og séð nákvæmlega hvérnig sá sem að er að elta sig er að hreyfa sig.

mín skoðun er sú að það eigi hafa bara inside view á öllum tækjum. því að svona er leikurinn mun leiðinlegri fyrir þá sem að eru ekki góðir flugmenn/skriðdrekamenn eða hafa bara ekkert gaman að tækjunum.


Ps. það ætti líka að loka á freecam. þar er ekkert nema leiðinlegt að það sé varla hægt að vera sniper í þessum leik.