Jæja, nú er búið að vera móraldrop á severjum undanfarið, allir að rífa sig og bara kjaftæði í gangi. Þess vegna ákvað ég að gera þessar siðarreglur:

1. Bjóða góðan daginn, kvöld eða hvaða tíma sem þú kemur inn á server!

2. Teamkill er aldrei viljandi, þannig aldrei byrja að flippa á aðilanum og segja t.d hvað í fjandanum er það þér vanskapaða fífl!? Heldur taka með ró og ef þetta er ítrekað, tala við rcon, og t.d taka screenshot sem sannanir.

3. Ekki hoppa fyrir bíl viljandi til að skemma score fyrir öðrum! Og ef einhver hoppar fyrir þig, þá ekki flippa á hann.

4. Aldrei leika þér að skjóta á liðsfélaga.

5. Ef þú drepur eða skýtur á liðsfélaga segðu þá strax sorry eða sry sami hluturinn;)

6. Myndið raðir á flugvöllum svo allir fái að fljúga jafnt :)

7. Ekki öskra noob eða hax þegar eitthvað slæmt er gert við ykkur. Orðið er nýliði ekki noob, og hax er eitthvað sem við tölum ekki um í BF það er fyrir *s spilara.

8. Ekki nota farartæki nema þú kunnir á það, æfðu þig offline á því. T.d ekki vera á rellu þegar þú ert bara 30 sec á lofti.

9. Sýnið öðrum spilurum virðingu þótt þeir séu ekki jafngóðir eða séu nýbyrjaðir, sé viljinn til staðar, þá tekst nýliðum að læra á þetta.

Endilega bætið við :)
ViktorAlex