Hérna smá umræða sem ábyggilega veldur engum deilum.
Hvað er þetta með að serverar eru alltaf stilltir á “nosecam allowed” fyrir flugvélar í öllum keppnum ?
Þetta þýðir að flugvélar einar tækja hafa óhindrað útsýni í allar áttir. Er það lögmál ?
Ekki er þetta stillt svona á skriðdrekum og ekki er hægt að fljúga um allt á þeim græjum.
Hérna fyrst þegar við vorum að byrja að spila BF var þetta nauðsynlegt því að trén eru ansi mörg :)
En núna skipta einn eða tveir afburða flugmenn öllu máli í baráttu 24ra manna ? Er það alveg eðlilegt hlutfall ?