Sælir félagar

Ég hef upp á síðkastið verið með þetta vandamál að fá stöðugt Connection Problem í svona 3-5 sekundur allt að 5 sinnum í roundi. Þetta getur verið verulega kjánalegt ef maður er að fljúga t.d. og í raun bara ávísun á dauða.

Ég hef mikið verið að skoða hvort aðrir eru í þessu vandamáli og hef kannað.

1. 1.45 Server forritið (hugsanlega vandamál)
2. Símnet/Fortress serverinn (þar sem þetta kemur fyrir mig á báðum stöðum.
3. Mín tenging (sem getur ekki verið því ég er í kópavogi og t.d. Rosenquist er í Vesturbænum báðir hjá Voda reyndar)
4. Vodafone sjálfir en svo virðist ekki vera því t.d Pyro er í sömu vandræðum og hann er hjá LS.
5. Ping í raun er oftast undir 12 í mesta lagi 20.

Því er ég eiginlega lost hvað getur orsakað þetta. En ég hef tekið eftir því að það er ekki hægt að gera lengur Pathping og Tracert til t.d. símnet eða eitthvað út fyrir pixinn sem er hérna í nágrenninu. Mér skylst að það sé út af því að bæði LS og Voda lokuðu fyrir það vegna hins alræmda <a href="http://securityresponse.symantec.com/avcenter/venc/data/w32.welchia.worm.html"> Welchia </a> orms en ég er ekki viss þó.
Kannski er þessi vírus að stela miklu af bandbreiddinni með stanslausum pingum. Kannski einhver betur inn í þessum máli geti svarað þessu betur ?<br><br>[CP] DEAD MAN WALKING

<a href="http://www.claypigeons.tk">http://www.claypigeons.tk</a>

- þó ég tapi fyrir ykkur í battlefield mala ég ykkur í bekkpressu :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa