Rommel var viðriðin ráðagerðinni að gera byltingu, en fyrst þurfti
að losa sig við Hitler, nokkrar tilraunir voru gerðar til þess, t.d þegar Hitler kom í heimsókn til herfylkjanna á miðsvæðinu, hún tókst ekki. Önnur var gerð þegar hann var að fljúga heim, öflug ensk tímabomba var sett í flugvélina en það var einhver galli í hvelletunni svo ap hún sprakk ekki. Sú þriðja átti að vera gerð í Zoss á hersýningu en daginn áður var gerð árás á hana úr lofti svo að
Hitler aflýsti öllu saman. Enn önnur átti að gerast í annari heimsókn
Hitlers til herfylkjanna á miðsvæðinu en Hitler lét ekki sjá sig og lét aldrei sjá sig í annari heimsókn til miðsvæðisins. Nú voru menn ráðalausir en þá bauðst greifinn von Stauffenber til að gera þetta, von Stauffenberg var mikill bardagamaður eineygður og einhentur og hafði barist í Afríku í langan tíma, nú var hann herráðsforingja hjá Fromm yfirhershöfðingja sem var yfirmaður heimaherjanna. Hitler hélt sig í Obersalzberg með öllum sínum nánustu þar á meðal nokkrum vinkonum. Stauffenberg var skipað að fara þangað, hann fór með sprengju í sérsmíðaðri tösku, á leiðinni stillti hann hvellhettuna en þegar hann kom vantaði hættulegasta mannin á fundinn, Himmler, svo að hann ákvað að fresta tilræðinu. Seinna var fundur í Austur-Prússlandi með öllum hans ráðamönnum svo að nú var tíminn, hann stillti hann öryggið af sprengjunni setti hana á gólfið hjá stól Hitlers og yfirgaf herbergið. Sprengjan sprakk 4 létu lífið, Berger einkaritari Hitlers, Schmusdt hershöfðingji, Brandt offursti, og Korten yfirhershöfðingji, yfirmaður herforingjaráðs flughersins.
Þegar von Stauffenberg yfirgaf herbergið og sá menn eins og Hitler skjótast til og frá liggjandi á jörðinni blæðandi með rifin föt hugsaði hann að stjórnarbyltingunni væri lokið og að Þýskaland væri frjálst. Nokkrir dagar liðu engar fregnist bárust af dauða Hitler svo að margir ráðamenn byrjuðu að stjórna landinu, svo öllum til furðu bárust fregnir af Hitler, hann var lifandi. Margar handtökur og aftökur gerðust þessa daga og Hitler lokaði sig alveg af og eyddi nánast öllum sínum tíma í byrgi sínu í Berlín, á meðan rannsakaði Gestapó tilræðið. Loks kemur að Rommel, einn dag koma bokkrir svartklæddir SS-foringjar að setri hans fara inn á skrifstofu hans og 5 mínútum seinna koma þeir út, Rommel er fölur, hann segir fjölskyldu sinni að á morgun verði hann dáinn og að þeir munu útskýra dauða hans sem slys, því að Rommel var elskaður og dáður af þjóðinni, hann var hetja rétt eins og Bismarck. Daginn eftir koma þeir að ná í hann og keyra í burtu, svo komu fréttirnar, “Rommel hermarskálkur er látinn, hann lést í bílslysi á leið til Berlínar, hann féll í yfirlið og keyrði á tré, Hitler hefur sagt þetta sorgardag og mikin missi fyrir Stór-Þýskaland”