Langaði bara rétt að athuga hvort mönnum finnist spilamennskan á simnet vera á réttri leið. Núna undanfarið finnst mér búið að bera mikið á að liðin séu mjög ójöfn og lítið gert í því að jafna þau þó það sé beðið um það. Góðir flugmenn virðast hópast saman í sama liðið og yfirleitt campa þeir á aðalbase óvinarins. þegar öllum flöggum er náð er svo campað endalaust. Ég er ekkert að segja að það séu bara flugmenn sem geri þetta, það bara ber meira á því þar sem góður flugmaður í flugvél er LANG öflugasta vopnið í leiknum.

Ég veit vel að það eru engar reglur sem segja að þetta sé bannað.
Það er bara leiðinlegt að horfa upp á þetta(og lenda í þessu)

Ég hef ekki tekið þátt í þessu en undanfarið hefur maður hreinlega neyðst til þess, þessi leikur snýst um að drepa eða vera drepinn og valið er auðvelt.

Ég hefði haldið að það væri allra hagur að hafa eins marga góða og virka BF spilara til að halda uppi góðri keppni hérna, en því miður veit ég um þó nokkra sem hafa keypt leikinn en hætt að spila hann eftir að prófa nokkrum sinnum á simnet.

Ég segi fyrir mína parta að ég hafði engann áhuga á online leikjum þar til þessi snild sem BF er kom út, en því miður er það sem mér finnst best við leikinn(teamwork) einnig það versta við hann. Það er of auðvelt fyrir fáa að skemma upplifun margra.

Með von jákvæð viðbrögð.

[JAMMA]Cpt.Neo