Fyrst og fremst, ef ykkur finnst aula- eða prumpubrandarar ekki fyndnir, ekki lesa. Hinir, njótið vel! ;)

Ok, ef þið eruð ekki búnir að downloada Secret Weapons demoinu (af hvaða ástæðu sem það skyldi nú vera) þá er hér komin ástæða fyrir ykkur að gera það! Við könnumst allir við það úr original BF að ef maður flýgur nokkuð hátt í flugvél og stekkur svo út (og deployar ekki fallhlífinni strax) þá byrjar kallinn þinn að öskra í gífurlegri angist. Með SW-demoinu kynntu þeir EA/Dice menn fyrir okkur tvær nýjar (jæja, ok… gamlar, ef við miðum við að þær hafi verið smíðaðar fyrst í síðari heimsstyrjöldinni, en hvað um það) þotuflugvélar. Mig, af einhvurri óþekktri ástæðu, langaði til að sjá hvað þýska Natter þotan kemst hátt ef maður flýgur henni 90° upp í loftið um leið og hún yfirgefur skotpallinn. Ég gerði það, og stökk svo út þegar eldsneytið kláraðist (og var þá kominn upp í nokkuð myndarlega hæð!!! Það var þannig að ég sá ekki jörðina fyrir þoku í nokkrar sekúndur eftir að ég “beilaði út”, jafn vel þótt að kallinn minn hrapaði í frjálsu falli). Ég lét kallinn detta og var loksins farinn að glitta í jörðina þegar gaurinn kláraði öskrið sitt. Hvað um það spyrjið þið eflaust. Ég skal segja ykkur hvað um það! Rétt áður en gaurinn lenti á jörðunni fretaði hann! Ég get svo svarið það, ég var nefninlega að sýna mömmu leikinn á meðan á öllu þessu stóð, og við lágum bæði tvö í kasti eftir á. Ég þurfti náttúrulega að prófa þetta allt aftur til að vera viss í minni sök, en það var ekki um að villast, gaurinn fretaði!
.
.
.
.
.
Tíhíhíhíhí… ;)<br><br>[I'm]Jolinn

I wouldn't venture out there, fellas. This sniper's got talent!