Ég hef gaman af því að spila á skjálfta, en ég hef tekið eftir að sumir aðilar sem eru þar inni eru óeðlilega góðir, sem dæmi þá náði ég að skjóta einn aðila beint í höfuðið þannig að ég sá blóðið slettast en hann hélt áfram eins og ekkert væri.
Annað dæmi þá var ég staddur á fullhlöðnum Tiger á óvina beisi og lét rigna yfir völlinn þeirra sprengjum, þá kom einn hlaupandi aftan að drekanum með hríðskotabyssu og sprengdi vagninn í tætlur með einni hrinu ??
Enn eitt í El Alamein var ég á skriðdreka og mætti fótgönguliða með basooku, hann var langt frá mér og ég skaut úr fallbyssunni minnst 10 skotum að honum ásamt því að dæla á hann úr vélbyssunni, hann mátti eiga það að hann var mjög liðugur, hoppaði um og streifaði en það var engin leið að drepa hann, áður en ég gat elt hann lengra var ég sprengdur af flugvél.
Ef reyndin er að menn séu að svindla í leiknum þá er það eitthvað sem stjórnndur ættu að taka á, ég er ekki ósáttur við að vera drepinn af leiknari mönnum en ég er en þetta finnst mér léleg spilamennska og ætti að útiloka slíkt með öllu !
Ég hef engan áhuga á að svindla sjálfur, því þá er öll ánægja fyrir bí við spilun leiksins.