Þetta endalausa lagg þetta og lagg hitt hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarið. Persónulega hef ég ekki verið mikið inni í þessari umræðu enda er lagg, orð sem fyrirfannst ekki minni orðabók. Áðan var ég hinsvegar að spila Battle of the Bulge, 32 menn inni og serversdjöfullinn laggaði eins og blaut tuska á þvottasnúru! Hann var allt í lagi, eða hér um bil það, en svo komu á svona 30 sek fresti fyrirbæri sem ég kýs að kalla “laggköst.” Þessi “laggköst” lýsa sér á mjög svipaðan hátt og flogaveikisköst. Maður er að gera eitthvað og svo bara stoppar allt. Leikurinn frýs í 3-5 sek kannski og þó að tíminn sé stuttur, þá getur þetta verið verulega pirrandi.
En mín spurning er einfaldlega þessi. Hvað í ósköpunum er í gangi hjá Símanum eða Nonna Jóns eða hver sem það nú er sem sér um þennann server? Ég meina, ég hef aldrei fundið fyrir laggi áður, aldrei. Eitthvað örlítið þegar menn með nokkurhundruð í ping voru inni á servernum en ekkert í líkingu við þetta. Hvað er búið að breytast síðan þá? Eru rottur búnar að hreiðra um sig í servertölvunni? Ég lít á mig sem aktívan Battlefield spilara og hef alltaf spilað mikið á public. Því krefst ég þess að þetta verði lagað hið fyrsta.
Og bara til að taka allan vafa af þá er ég ekki með slaka tölvu því að á sínum tíma gat ég spilað á 50 manna EA server, bæði í Gazala og Omaha, án þess að lagga neitt af ráði. Pingið á þeim serverum var töluvert hærra en á Simnet.

[I'm]Kim Larsen