Ég hef verið að velta fyrir mér þeim möguleika hvort það væri áhugi fyrir því að klönin og aðrir sem vilja vera með, myndu slá saman í 1 server sem myndi vera Public server.

Núna standa málin þannig með símnet serverinn að ef það eru fleiri en 30-40+ menn á honum þá laggar hann. Ég er nokkuð viss um að það er lagg vegna álags á vélina. Þetta er þó umdeilanlegt. 1 Góður server t.d P4 2.66gz þarf ekki að kosta svo mikið. T.D. myndi 500kr frá hverjum klanfélaga ganga langt með að borga hann. Auk þess myndi vera hægt að fá fjármagn með því að fá fyrirtæki til að styrkja okkur gagnvart auglýsingu á servernum. Þá annaðhvort í upphafsmynd eða message á t.d. 30 sek fresti. Með þessu er ég alls ekki að meina að dreifa álaginu. Það myndu allir fara á þennan server til að geta spilað 60 spilarar.

Persónulega er ég tilbúin að leggja vinnuna í það að kaupa, smíða og setja hann upp. Ég get keypt allt í heildsölu svo það er lítið mál.

Önnur hugmynd væri að eyða jafnvel minni pening í þetta og smíða þá eitthvað sem öll klönin komast í til að nota sem skrimm server. Eins og margir hafa komist að eru flestir serveranir gamlar P3 vélar sem einfaldlega þola ekki 20+ menn, hvað þá 16vs16 eins og sum skrimmin eru byrjuð að vera. Ef þessi leið væri farinn væri hægt að hafa annaðhvort 1 sem sér um dags á skrimmum eða gera bara forum þar sem serverinn er pantaður.

Eina vandamálið sem er þá er hvort síminn eða annað fyrirtæki væri til að taka svona vél inn á sig, það verða einhverjir að svara sem eru með sambönd þar. Einnig hvort þeir myndu frekar vilja þá Rackmount vél sem myndi þá kosta töluvert meira.

Plese don't flame this idea ég hef rætt þetta t.d. við Easy Therapist og honum fannst þetta mjög góð hugmynd.<br><br>[CP] DEAD MAN WALKING

<a href="http://www.claypigeons.tk">http://www.claypigeons.tk</a>

- þó ég tapi fyrir ykkur í battlefield mala ég ykkur í bekkpressu :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa