Nú er ég að skoða stöðuna í thursinum og er að reyna að sjá út hvaða stöður geta komið upp eftir að síðustu umferðinni lýkur…

Fantar 21 stig
Easy 18 stig
I'm 15 stig
89th 15 stig

Nú eiga Fantar og I'm eftir leiki sem ég trúi ekki öðru en að þeir vinni, svo eftir stendur leikur 89th og Easy Company.
Segjum að 89th vinni þann leik:

Fantar 24 stig
89th 18 stig
Easy 18 stig
I'm 18 stig

Hvernig mun svo staða þessara þriggja liða vera í deildinni sjálfri? 89th hafa unnið Easy en tapað fyrir I'm, Easy hefur unnið I'm en tapað fyrir 89th og I'm hafa unnið 89th en tapað fyrir Easy. Ef innbyrðisviðureignir eiga að ráða för verður greinilega ansi erfitt að ákvarða lokastöðuna…

Ef Easy vinnur téðan leik fer ekki á milli mála hver staða verður þar sem engin lið munu hafa sömu stigatölu.

Fantar 24 stig
Easy 21 stig
I'm 18 stig
89th 15 stig

Málið er semsagt: Ef leikirnir fara eins og dæmið að ofan sýnir, hvernig ætlar Thursinn að ákvarða stöðu þessara þriggja liða í deildinni?

Zedlic<br><br>

…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði