…að mínu mati er það að maður sjái score/kills/deaths hjá sér og öðrum, af augljósum ástæðum. Ég var að byrja spila þennan leik aftur eftir nokkra mánaða pásu og ég sakna fólksins sem var bara að taka því rólega í svona “fílíngs-teamplay-spilun”…. ég sé fyrir mér að þessi leikur eigi eftir að breytast meira og meira í fraggfest eins og svo margir aðrir multiplayer skotleikir, sem mér finnst frekar fúlt því að þessi leikur býður uppá miklu meira. Ég myndi t.d. gefa mikið fyrir að sjá svona “ekkert individual score” mini-mod.

(Og svo smá svona disclaimer í lokin til að hrinda burt flames; 1] ég hef ekkert á móti fragg leikjum, ég elska þá reyndar mjög mikið, ég bara vonaði að BF1942 myndi ekki þróast í það. 2] ég er ekki að væla yfir fröggörum útaf því að ég get ekki þetta eða hitt, ég hef endað round á símnet með bæði 100 kills og 0 kills. og 3] ég er auðvitað aðalega bara að tala um public spilamennsku hérna, en ekki clanmatcha)

Bara varð að koma þessari litlu pælingu frá mér! ;)