Ég verð að segja að það er synd þegar EA/DICE eru búin að gefa út tvö official möpp, sem eru bæði tvö mjög góð, að þau skuli ekki vera keyrð í mapcycle á íslenskum serverum. Hérna á ég við Coral mappið og Aberdeen. Þessi möpp eru algjör snilld og einblína á loforustur Kyrrahafsins og stórar skriðdrekaorustur í sandauðninni.

Allir notendur eru nú þegar með Coral inni á tölvunni sinni því það map fylgir með nýjustu BF pötchunum en nýja mappið Aberdeen er hægt að downloada af official BF1942 heimasíðunni (www.battlefield1942.com).

Ég legg því til við alla íslenska BF1942 admina sem keyra þessa vinsælu servera okkar að setja inn þessi tvö möpp í almenna cyclið og þannig auðga enn frekar BF menninguna okkar.

Ég meina fyrst hægt er að keyra custommap servera þá hlýtur að vera að menn treysti sér í tvö auka möpp í cycle. Þið munuð ekki sjá eftir því góðu landsmenn.

Ykkar,
DrDeath
__________