Hvað er í gangi ???
Það voru allir að spila RTR þegar hann kom út,
en núna sér maður ekki nokkurn mann inn á neinum RTR server.
RTR möppin eru þess eðlis að það þarf einhvern fjölda til að spila, því að möppin eru stór í sniðum.
10 vs.10 er algert lágmark fyrir RTR ef maður á hafa eitthvað “ACTION” eða gaman af leiknum.

Til dæmis á Föstudagkvöld síðastliðnum, þá skrapp ég í RTR og
tékkaði á server,
simnet,gzero og o.fl. ekki nokkurn maður þar en á 89th server voru 5 inni.
Okey,,, ég ákvað gefa þessu smá séns að vera þarna inni og athuga hvort fleiri mun detta inn.
Þegar leið á kvöldið voru komnir 10-13 manns inn (meir en helmingurinn voru [EASY] menn,,,,mjög virkir spilarar).
10 manns er allt of lítið og ekki bætti það að 89th serverinn var bara stilltur á sama mappið sem gekk aftur og aftur (mjög pirrandi og tóm leiðindi).
Það endaði með því að við sem vorum þar inni færðum okkur yfir á simnet RTR.

Mín skoðun er sú að 89th, gzero og fortress ættu að sleppa því að vera með RTR, til hvers að vera með svona marga servera í gangi ???
Það ætti að vera einn RTR server og ég legg til að simnet sjá um að hýsa RTR, þá veit fólk hvar allir eru að spila og hvar allir mun koma til að spila RTR.

Það er alveg hundleiðinlegt að vera á þessum serverum að bíða eftir mannskap.